Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur rúmt flugstöð þrjú á Kastrup flugvelli en sænska blaðið Expressen hefur m.a. greint frá því lögreglumönnum í skotheldum vestum við bygginguna. Lestar eru einnig hættar að ganga alla leið að byggingunni. Ástæðan fyrir aðgerðunum er tilkynning barst um grunsamlegan farangur.

Viðbúnaðarstig í Danmörku var aukið úr „auknum viðbúnaði“ í „verulega aukinn viðbúnað“ nú í morgun, en þetta er hæsta viðbúnaðarstigið sem notast er við.

Á heimasíðu flugvallarins segir að búast megi vð töfum vegna málsins. Ekki er búist við töfum á flugum Icelandair.

Uppfært: Rýmingu hefur verið aflétt en ekkert fanst í töskunni.