Hlutir Novator, eignarhaldsfélags sem er að mestu í eigu Björgólfs Thor Björgólfssonar, í lyfjafyrirtækinu Actavis hafa hækkað um tæp 45% frá því að hann var afhentur í maí 2013. Novator á um 5 milljónir hluta í Actavis í gegnum félagið NDS. Virði hlutanna nemur um 92 milljörðum króna.

Actavis kynnti uppgjör sitt fyrir þriðja ársfjórðung á þriðjudag í þessari viku. Þar kom meðal annars fram að tekjur félagsins jukust um 57% frá þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður á hlut hækkaði að sama skapi um 55% í 2,09 dali samanborið við 1,35 dali á þriðja ársfjórðungi í fyrra. Hagnaður félagsins lækkaði um 14% á milli ára en EBITDA hagnaður Actavis jókst um 61% á milli ára og nam 489 milljónum Bandaríkjadala á þessum ársfjórðungi.

Rétt er að taka fram að Björgólfur Thor mun ekki geta selt hlutina fyrr en vorið 2015.

Nánar er fjallað um málið Í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Stangveiði skilar mörgum milljörðum fyrir þjóðarbúið
  • Hluthafar í Latabæ hafa ákveðið að slíta einu dótturfélagi þess, Latabæ Productions
  • Eigið fé Straumborgar er neikvætt um 22 milljarða. Félagið leitar nýrra nauðasamninga
  • Nýtt frumvarp gerir ráð fyrir að opinberir aðilar greini frá öllu sem kostar yfir 150 þúsund krónur
  • Leiguverð hefur hækkað umfram fasteignaverð
  • Verðstríð er mögulegt á smásölumarkaði
  • Hagnaður Icelandair er umfram væntingar greiningaraðila
  • Bæjarstjórinn á Blönduósi er bjartsýnn á byggingu nýs gagnavers
  • Skuldir Símans lækka um helming
  • Í ítarlegu viðtali ræðir Kjartan Ólafsson um fyrirtæki sem hann stofnaði fyrir þremur árum í New York með félögum sínum og heitir Basno
  • Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur áhyggjur af vaxtakjörum litilla og meðalstórra fyrirtækja
  • Orkuveita Reykjavíkur fær ekki lengri frest til að skipta fyrirtækinu upp
  • Hanna Birna Kristjánsdóttir flýtir endurskoðun laga um erlenda fjárfestingu
  • Laddi fór á kostum í fyrirlestri hjá Stjórnvísi
  • Eva Dögg Sigurgeirsdóttir segir frá Tískubókinni sinni
  • Nærmynd af Margréti Einarsdóttur, starfandi stjórnarformanni Fjármálaeftirlitsins
  • Huginn & Muninn eru á sínum stað auk Týs sem að þessu sinni fjallar um Reykjavíkurflugvöll
  • Óðinn skrifar um gjaldeyrishöftin og stöðu ríkissjóðs
  • Þá eru í blaðinu pistlar og margt, margt fleira