Stjórnendur Byrs hafa falið Arion banka að selja hlut sparisjóðsins í MP banka. Nú á Byr sparisjóður rúmlega 13% hlut í MP og verða hugsanlegir kaupendur að uppfylla skilyrði að teljast til fagfjárfesta. Byr er næst stærsti hluthafi bankans á eftir Margeiri Péturssyni stjórnarformanni bankans.

Seint á síðasta ári var til var tilkynnt að normaðurinn Endre Røsjø myndi taka þátt í 600 milljón króna hlutafjárútboði MP banka og var búinn að skuldbinda sig til að kaupa 200 milljónir króna. Það gekk ekki eftir og hefur Margeir Pétursson sagt að enn standi til að bjóða nýjum fjárfestum, meðal annars lífeyrissjóðum, að taka þátt í hlutafjárútboði. Stjórnin hafi heimild til júní á þessu ári til að bjóða út nýtt hlutafé.

Meðal annars var ótti í hluthafahópnum að norðmaðurinn myndi eignast stóran hlut í MP banka og völd eftir því. Búið er að selja eitthvað af nýju hlutafé en ekki hafa fengist upplýsingar hverjir keyptu. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er fjárfestirinn Skúli Mogensen meðal þeirra sem hafa gefið sig fram og sýnt áhuga á að kaupa hlut Byrs í MP banka.