*

föstudagur, 10. júlí 2020
Innlent 31. ágúst 2017 08:09

Hlutur TM í Stoðum á 1,8 milljarða

Í gegnum Stoðir, gamla FL Group, þar áður Flugleiðir, á Tryggingamiðstöðin samanlagt 1,1% hlut í Refresco Gerber sem metið er á 163 milljarða.

Ritstjórn
Haraldur Jónasson

Óbeinn eignarhlutur TM í eignarhaldsfélaginu Stoðum, áður FL Group, var í lok júní metinn á 1,8 milljarða í bókum félagsins. Félagið á eignarhlutinn í gegnum félagið S122 ehf. og er um að ræða langstærstu einstöku fjárfestingareign sjóðsins að því er Fréttablaðið greinir frá.

Jafnframt er helsta eign Stoða 8,87% hlutur í evrópska drykkjarframleiðandanum Refresco Gerber, sem er skráður á markað í Hollandi. Það þýðir að eignarhlutur TM í hollenska félaginu samsvarar um 1,1% af hlutabréfaverði þess. Markaðsvirði þess félags er nú um 163 milljarðar króna miðað við núverandi gengi, en miðað við það er óbeinn hlutur TM í félaginu metinn á 1.790 milljónir króna.

Stikkorð: Stoðir TM FL Group Refresco Gerber. Flugleiðir