Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir það hlutverk stofnunarinnar að rannsaka hvort yfirtökuskylda hafi myndast í stoðtækjaframleiðandanum Össuri í kjölfar kaupa danska fjárfestingarsjóðsins William Demant á 2,4% hlut í Össuri. Yfirtökuskylda myndast við 30% hlutafjáreign í félagi og er eign William Demant nú orðin 39,6%.

IFS greining hefur bent á að yfirtökuskylda hafi hugsanlega myndast þar sem William Demant hefur aukið hlut sinn í félaginu en fram að kaupunum var sjóðurinn undanþeginn yfirtökuskyldu þar sem hann átti yfir 30% hlut þegar lögunum var breytt í fyrra.

„Ef það kemur upp vafamál þessu líku þá er það hlutverk okkar að komast til botns í því eða eyða vafanum,“ segir Gunnar við Fréttablaðið . Össur er skráð á markað bæði á Íslandi og í Kaupmannahöfn og í Danmörku eru lögin rýmri.

Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir það hlutverk stofnunarinnar að rannsaka hvort yfirtökuskylda hafi myndast í stoðtækjaframleiðandanum Össuri í kjölfar kaupa danska fjárfestingarsjóðsins William Demant á 2,4% hlut í Össuri. Yfirtökuskylda myndast við 30% hlutafjáreign í félagi og er eign William Demant nú orðin 39,6%.

IFS greining hefur bent á að yfirtökuskylda hafi hugsanlega myndast þar sem William Demant hefur aukið hlut sinn í félaginu en fram að kaupunum var sjóðurinn undanþeginn yfirtökuskyldu þar sem hann átti yfir 30% hlut þegar lögunum var breytt í fyrra.

„Ef það kemur upp vafamál þessu líku þá er það hlutverk okkar að komast til botns í því eða eyða vafanum,“ segir Gunnar við Fréttablaðið.