H&M hefur þurft að seinka sölu á haustvörum sínum ásamt því að ágúst mánuður var sá veikasti í sölu síðustu tvö ár. Vöxtur í sölu var aðeins 1% en sérfræðingar höfðu spáð fyrir um 6% vöxt. Þetta segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Ekki hefur þetta þó haft alvarleg áhrif á verslunarkeðjuna þar sem sala í júní til ágúst óx um 19% miðað við sama tímabil í fyrra. Var salan að verðmæti 5,57 milljarða bandaríkja dala.

Fjöldi búða er nú 3675 talsins og fjölgar um 334 búðir á milli ára.