Vísitala OECD sem mælir skammtíma sveiflu í hagkerfum var birt í dag. Samkvæmt henni má reikna með hóflegum samdrætti í hagkerfi ríkja innan OECD og í Evrópu. Vístalan sýnir mikla uppsveiflu í hagkerfi Kína og Brasilíu en hóflega uppsveiflu á Indlandi og í Kanada. Vísitalan gerir ráð fyrir hóflegri niðursveiflu í Bandaríkjunum og Rússlandi en mikilli niðursveiflu í Japan.