Að mati Mood‘ys eru gjaldeyrishöftin og hvernig takast mun að aflétta þeim einn af helstu áhættuþáttum sem tengjast íslenska hagkerfinu. Í greinagerð með staðfestingu á lánshæfi íelnska ríkisins í dag segir að aflétting haftanna og endurheimtur aðgangur að erlendri fjármögnun sé ein af grundvallarforsendum fyrir því að íslenska hagkerfið nái sér á strik aftur. En of snögg aflétting haftanna feli á hinn bóginn í sér hættu á öfgakenndri veikingu íslensku krónunnar . Erlendir fjárfestar sem hafa setið fastir með íslenskar krónur vegna haftanna eigi um 465 milljarða króna eða sem nemur um 30% af landsframleiðsu. Mest ef ekki allt af þessu fé muni flæða út með alvarlegum afleiðingum fyrir gengi krónunnar verði útfæðingu ekki vel og skipulega stýrt og losað um féð í áföngum.