Þetta viðtal við menntamálaráðherrann fer fram með óvenjulegum hætti. Þorgerður Katrín er á heimleið af Norðurlandaráðsþingi í Finnlandi og viðtalið hefst þar sem hún situr um borð í flugvél á flugvellinum í Helsinki.

Ráðherrann nýtir tímann á meðan verið er að gera vélina tilbúna til flugtaks og svarar skilaboðum blaðamanns. Þetta er sem sagt símaviðtal. Við náum að tala um Evrópu og Sjálfstæðisflokkinn í tíu mínútur. Þá þarf hún að slökkva á símanum á meðan vélinni er flogið til Kaupmannahafnar.

En þegar vélin er lent á Kastrup hringir ráðherrann aftur og við tökum upp þráðinn.

Þorgerður Katrín hefur talað um að það sé nú tími til kominn að setja umræðu um gjaldmiðilsmál og aðild Íslands að Evrópusambandinu á dagskrá og hefur rætt möguleika á aðild að ESB með opnari hætti en aðrir forystumenn í þeim flokki.

Þegar það er nefnt leggur hún þó áherslu á að hún gangi í takt við Geir H. Haarde, formann flokksins, og það kemur skýrt í ljós að þegar hún ræðir um þörfina á ESB-umræðu er hún að tala um að slík umræða fari fram innan Sjálfstæðisflokksins.

_______________________________________

Lesa má viðtalið við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur í helgarútgáfu Viðskiptablaðsins.

Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .