Högni Valur Högnason hefur verið ráðinn hönnunar- og hugmyndastjóri (Creative Director) hjá H:N Markaðssamskiptum. Högni Valur hefur mikla reynslu af hönnunar- og hugmyndavinnu en hann útskrifaðist úr grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands 2009.

Högni Valur er formaður FÍT, Félags íslenskra teiknara, og virkur þátttakandi í félagsstarfi hönnuða. Hjá H:N mun hann hafa umsjón með hönnunar- og hugmyndastjórnun sem og skipulags- og framkvæmdarmálum.

Högni Valur er þrítugur að aldri, ólst upp í Breiðholti og útskrifaðist af listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti áður en hann hóf nám í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands. Unnusta hans er Yrsa Örk Þorsteinsdóttir lyfjafræðingur og eiga þau eitt barn.

„Með ráðningu Högna Vals bætist nú enn einn öflugi starfsmaðurinn í ört stækkandi starfsmannahóp okkar,“ segir Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta.