Síðastliðinn þriðjudag felldi meirihluti hluthafa í Vinnslustöðinni (VSV) á aukaaðalfundi tillögu minnihlutans í eigendahópnum, þ.e. bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, þess efnist að félagið myndi höfða skaðabótamál gegn framkvæmdastjóranum, Sigurgeiri Brynjari Kristgeirssyni, og nokkrum núverandi og fyrrverandi stjórnarmönnum félagsins vegna kaupa á 35% hlut í Ufsabergi-útgerð ehf. í Vestmannaeyjum fyrir um þremur árum. Vinnslustöðin greindi frá þessu í yfirlýsingu eftir að fundi lauk.

Mikil átök hafa verið í hluthafahópi Vinnslustöðvarinnar í langan tíma, þar helst á milli forsvarsmanna og eigenda Stillu útgerðar ehf., sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar.

Sigurgeir Brynjar, oftast nefndur Binni, segir í yfirlýsingu vegna þessar deilna: „Þessir meðeigendur okkar hafa með ýmsu móti reynt að ná undirtökum í VSB undarin ár og vanda ekki meðulin til að ná settu marki. Í nóvember 2007 óskaði Hróbjartur Jónatansson hrl., þáverandi lögmaður Guðmundar og Hjálmars, eftir hluthafafundi þar sem lagt var til að skipuð yrði rannsóknarnefnd til að kanna tiltekna þætti er vörðuðu bæði starfsemi félagsins og einstaka starfsmenn og stjórnarmenn. Magnús Helgi Árnason, sem einnig þá sat í stjórn VSV á vegum bræðranna, dró hins vegar tillöguna til baka og fundarboðið sömuleiðis,“ segir í yfirlýsingu Binna.

Binni segir ennfremur að „þeir bræður“ hafi ekki náð að skapa sundrungu í hluthafahópi VSV, heldur hafi þvert á móti aldrei verið meiri samstaða í meirihlutahópi hluthafa sem hafi orðið til þess að styrkja fyrirtækið og „samfélagið í Eyjum“ í leiðinni.