*

miðvikudagur, 26. janúar 2022
Innlent 12. mars 2020 18:32

Horfur Sjóvár felldar úr gildi

Ástæðan er veirufaraldur sá sem nú geisar og afleidd áhrif.

Ritstjórn
Hermann Björnsson er forstjóri Sjóvá.
Haraldur Guðjónsson

Mánaðargömlum horfum Sjóvár hefur verið kippt úr gildi. Ástæðan er veirufaraldur sá sem nú geisar og afleiðidd áhrif hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 

„Óvissan snýr einkum að afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins sem er háð þróun á eignamörkuðum. Í lok dags í gær 11. mars var afkoma af eignasöfnum félagsins óveruleg. Ákveðið hefur verið að uppfæra ekki horfur félagsins fyrr en betur er komið í ljós hver skammtíma- og langtímaáhrif verða á íslenskt hagkerfi,“ segir í tilkynningunni. 

Horfur félagsins voru birtar þann 13. febrúar en hafa nú verið felldar úr gildi. Í tilkynningunni segir að félagið sé fjárhagslega sterkt og vel í stakk búið til að mæta þeim aðstæðum sem það stendur frammi fyrir. Þá sér félagið með afar traustan rekstur og efnahag.