Sveitarfélagið Álftanes getur ekki staðið við skuldbindingar sínar, þrátt fyrir hagræðingu í rekstri og skuldbreytingu lána og niðurfellingu skuldbindingar við Búmenn og Ris.

Þetta er mat KPMG sem fékk það verkefni frá bæjarstjórn Álftaness að vera til ráðgjafar við fjárhagslega endurskipulagningu á félaginu.

Sveitarfélagið getur aðeins selt eignir til þess að greiða niður skuldir. Til þess að losna undan skuldbindingum við eignarhaldsfélagið Fasteign þarf að lágmarki 1,9 milljarða króna til þess að kaupa eignirnar sem samningurinn nær til.

Að auki þarf að lækka skuldir um 600 til 1.000 milljónir króna eða fá aukin fjárframlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga, að mati KPMG.