Búið er að ganga frá sölu á lóðinni undir hótel við hlið Hörpu. Einnig er búið að ganga frá greiðslu fyrir lóðina a hönd greiðenda. Þetta staðfestir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Sítusar, aðspurður í samtali við Viðskiptablaðið.

Þrátt fyrir að Auro Investment, kaupandi lóðarinnar, sem fylgja forystu Bala Kamallakharan hafi þegar greitt fyrir lóðina þá eru kaupin gerð með fyrirvara, m.a. um aðkomu erlendrar hótelkeðju að rekstrinum. Í ljósi þess að búið er að greiða fyrir lóðina virðist sem þetta sé þó formsatriði. Hótelið verður að öllum líkindum reist undir merki Marriott eða einhvers af þeim vörumerkjum sem tilheyra keðjunni Starwood.

Hótellóðin sem er að Austurbakka 2 fór í útboð og voru tilboð opnuð í júlí 2011. Félagið World Leisure Investment átti hæsta boðið en horfið var frá samningaviðræðum við þá fyrr á þessu ári. Bæði World Leisure Investment og Auro Investment buðu um 1,8 milljarða króna í lóðina eins og áður hefur verið greint frá.

Eigendur Auro Investment ehf. eru verkfræðistofan Mannvit, Auro Investment Partners LLC og arkitektastofan T.ark

Haraldur Flosi Tryggvason
Haraldur Flosi Tryggvason
© BIG (VB MYND/BIG)