Bandaríska hlutabréfavísitalan S&P 500 hefur aldrei fallið jafn hratt úr hæsta gildi og hún hefur gert síðustu sex daga. Við lokun markaða á miðvikudaginn í síðustu viku stóð vísitalan í hæstu hæðum 3.386 stigum og hafði  aldrei verið hærri. Það tók hins vegar markaðinn einungis sex viðskiptadaga að ná leiðréttingarstigi sem skilgreint er sem 10% lækkun úr hæsta gildi. Við lokun markaða í gær stóð vísitalan í 2.978 og hafði lækkað um alls 12%.

Samkvæmt greiningardeild Deutsche Bank er þetta hraðasta leiðrétting sem í sögunni en lækkanir vikunnar hafa verið keyrðar áfram að ótta við úrbreiðslu kórónaveirunnar COVID-19.

Frá lokum seinni heimstyrjaldar hafa 27 leiðréttingar átt sér stað á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum þar sem lækkanirnar hafa að meðaltali verið 13,7% og hafa að meðaltali staðið í fjóra mánuði. Sú síðasta hófst í september árið 2018 og lauk í desember sama ár þegar markaðurinn hafði lækkað um 17,5%. Þá stefnir einnig í að vikan sem nú er að líða verði sú versta á hlutabréfamörkuðum frá hruni.