Erlendar eignir námu 8.930 milljörðum króna í lok ársfjórð¬ungsins en skuldir 14.669 milljörðum króna. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 5.739 milljarða kr. og lækka nettó skuldir því um tæpa 90 milljarða kr. á milli ársfjórðunga. Í tölum um erlendar skuldir eru meðtaldar eignir og skuldir innlánsstofnana í slitameðferð. Þetat kemur fram í nýju yfirliti Seðlabankans þar

Gerð hefur verið breyting á framsetningu eigna og skulda þeirra í yfirliti um erlendar skuldir og erlenda stöðu þjóðarbúsins. Teljast þær ekki lengur með innlánsstofnunum heldur eru settar fram í nýjum lið sem nefnast “Innlánsstofnanir í slitameðferð“ sem er undirliður liðarins “Aðrir geirar”. Tímaröðin fyrir þennan nýja lið hefst á fjórða ársfjórðungi 2008.  Einungis bankar og sparisjóðir sem eru starfandi sem innlánsstofnanir eru nú flokkaðir undir samnefndum lið frá sama tíma.