Japanska Nikkei 225-vísitalan lækkaði um 10,55% í nótt og skýrist hrunið af fréttum af enn einni sprengingu í Fukushima-kjarnorkuverinu auk þess sem eldur kviknaði í fjórða ofni versins. Þá jókst geislun í andrúmsloftinu mikið. Þetta mun vera þriðja mesta lækkun sögunnar á vísitölunni og ákvað Japansbanki að bregðast við fréttunum með því að dæla 30 milljörðum dala inn í fjármálakerfið til viðbótar við þá 183 milljarða sem dælt var inn í gær.

Í kjölfarið hafa evrópskar hlutabréfavísitölur einnig lækkað mikið í upphafi viðskipta í morgun. Þannig hefur FTSE-vísitalan breska lækkað um 1,36% það sem af er degi og þýska DAX-vísitalan lækkað um 2,44%.