HS Orka hefur greitt út tæpar 28 milljónir dollara, um 3,6 milljarða króna, til hluthafa með lækkun hlutafjár. Félagið er til helminga í eigu lífeyrissjóða og fjárfestingafélagsins Ancala partners.

Félagið greiddi 5,6 milljarða til hluthafa á síðasta ári en það hagnaðist um 971 milljón árið 2020 og tæpa 10 milljarða árið 2019. Eigið fé HS Orku var 32 milljarðar í lok árs 2020.