Fjárfestingarbankinn HSBC telur það skipta litlu máli hver setjist í forsetastólinn í Bandaríkjunum. Samkvæmt yfirmanni greiningardeildar eðalmálma hjá HSBC, munu báðir frambjóðendur hafa slæm áhrif á fjármálamarkaði og efnahag heimsins.

Fjárfestar leita oft færis í gulli þegar kemur að niðursveiflum, en únsan af gulli er í dag rétt við 1.290 dala mörkin og hefur hækkað umtalsvert frá botnpunkti sínum í lok árs 2015.

Greinandinn telur Þó að gullgrafarar muni fagna Trump örlítið meira en Clinton. Í samtali við Bloomberg sagði hann gull geta risið upp í 1.400 dali ef Clinton tekur við embættinu, en upp í 1.500 dali ef Trump tekur við embættinu.

Fjármálaheimurinn virðist því lítið bjartsýnn um þessar mundir og óttast úrslit kosninganna, sama hver niðurstaðan verður.