HTC báru sigur af hólmi í dómsmáli gegn Apple samkvæmt dómsúrskurði hæstaréttar í London. Deilur hafa staðið á milli fyrirtækjanna þar sem Apple hefur haldið því fram að HTC hafi brotið á höfundarrétti.

Málið varðar fjögur hönnunaratriði, þar á meðal „swipe-to-unlock“ aðgerðinni. Með því er vísað til þeirrar síma-aðgerðar að renna fingrunum yfir skjáinn til að aflæsa lyklaborðinu. Annað atriði eru lyklaborð á mörgum tungumálum þar sem hægt er að velja ólíkt stafróf á lyklaborðið eftir því tungumáli sem notað er.

Dómstóllinn úrskurðaði að ekki væri hægt að bera við höfundarrétti í þessum málum þar sem um væri að ræða eðlilega tækniþróun frekar en stuld á hugmyndum.