Hu Jintao, forseti Kína, er valdamesti maður heims að mati viðskiptatímaritsins Forbes. Frá þessu var greint á vef Forbes í dag. Þetta er í fyrsta skipti áratugum saman sem forseti Bandaríkjanna er í ekki í efsta sæti listans. Er valið á Hu Jintao meðal annars rökstutt með því að staða Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna og nú næst valdamesta manns heims, sé ekki eins sterk og áður eftir að kosningar í Bandaríkjunum þar sem Repúblikanar náðu meirihluta í þinginu þó Demókratar haldi enn meirihluta í öldungadeildinni. Á sama tíma virðist ekki neitt stoppa ótrúlegan vöxt Kínverja á flestum sviðum.

Í Kína búa 1,3 milljaður manna, eða u.þ.b. einn fimmti af öllum íbúum jarðar. Efnahagur Kína hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár, eða um tæplega 10% að meðaltali á ári undanfarin fjögur ár.

Bill Gates er eini auðmaðurinn sem kemst á listann yfir þá tíu valdamestu en hann er í tíunda sæti.

Lista Forbes yfir valdamestu menn heims má sjá hér.