Nauðsynlegt var að búa til dreifingarfélag og dótturfélag hönnunarfyrirtækisins KronKron erlendis vegna þess tollaumhverfis sem ríkir hér á landi og af þeirri ástæðu að Ísland skuli standa utan Evrópusambandsins. Það hefur orðið til þess að tekjur félagsins skila sér ekki að fullu inn í íslenskt þjóðarbú.

Þetta sagði Hugrún Dögg Árnadóttir, framkvæmdastjóri KronKron, Viðskiptaþingi fyrir skömmu.

Hugrún Dögg fór ítarlega yfir þau vandamál sem fyrirtækið hefði rekist á. Hún sagði að þrátt fyrir að hönnunin á vörum KronKron færi fram á Íslandi færi framleiðslan fram í Evrópu. Það væri þó flókið fyrir íslenskt félag að dreifa vörum innan Evrópusambandsins. Enginn kannaðist neitt við „einhvern EES samning,“ eins og Hugrún Dögg orðaði það. Íslenskt tollumhverfi gerði hönnunarfyrirtækjum afar erfitt fyrir vegna krafna um að vörur þeirra, sem framleiddar eru erlendis, séu fyrst fluttar til Íslands áður en þær fara á markað í Evrópu og tregðu til að taka þátt í alþjóðlegu tollaumhverfi af meira magni.

Hugrún Dögg sagði að fatahönnun velti orðið um 4 milljörðum króna. Hún sagði að það vilja þeirra að halda fyrirtækinu á Íslandi en að umhverfi atvinnurekstrar væri verulega mótdrægt og því þyrfti að breyta.