Stofnandi og stærsti eigandi breska lággjaldaflugfélagsins easyJet sagðist vera tilbúinn að verjast óvinveittri yfirtöku frá easyJet á ferðmannaráðstefnu í bresku þjóðarbókhlöðunni (e. British Library) í gær.

?Hugsað um tölu og tvöfaldaðu hana," sagði hann aðspurður um hvert kaupverð á hlut þyrfti að vera svo hann samþykkti að selja. Félagið hefur ráðið fjárfestingabankann Goldman Sachs til að verjast hugsanlegum yfirtökutilraunum.

Gengi hlutabréfa easyJet hefur verið í kringum 400 pens á hlut, og rúmlega það vegna orðróms um að FL Group mun reyna að taka yfir félagið. Sérfræðingar búast við því að Stelios sé tilbúinn að selja hlut sinn fyrir 550 pens á hlut.

Stelios og fjölskylda hans eiga 40,5% hlut í easyJet, af því nemur eignarhlutur hans 16,5%. FL Group á 16,2% hlut í easyjet og byrjaði að kaupa í félaginu fyrir 150 pens á hlut.