Hulda Pjetursdóttir vinnur fyrir Green Energy Group AS sem er að setja upp 65 MW gufuaflsvirkjanir í Kenýa í samvinnu við þarlend stjórnvöld.

Skólabörn í Nairóbí.
Skólabörn í Nairóbí.

Hulda segir flest allt í Kenýa vera upplifun á sinn hátt: „Að hafa húshjálp sem býr um rúmin, eldar, þvær og straujar allan þvottinn er eitthvað sem maður þarf að venjast en venst vel. Síðan lendum við í mörgum sérstökum uppákomum á vinnusvæðinu okkar úti á landi. Til dæmis réðum við öryggisverði sem eru úr einum af mörgum þjóðflokkunum á svæðinu. Þeir eru stríðsmenn og ganga um með spjót og hótuðu að drepa okkur þegar þeim mislíkaði einhverjar breytingar sem við gerðum.“

Hulda segir að allt hafi þó farið vel að lokum: „Eftir gagnlegan og góðan fund með þjóðhöfðingjum ættbálksins urðu þeir sáttir og meira en það, þeir sendu starfsmönnum okkar lifandi geit í þakklætisskyni sem gerist ekki betra. Geitinni var svo slátrað um kvöldið og hún borðuð.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.