Fasteignamarkaður - Myndir
Fasteignamarkaður - Myndir
© BIG (VB MYND/BIG)
Greidd húsaleiga hefur hækkað um rúmlega 55% frá ársbyrjun 2007, samkvæmt gögnum Hagstofu Íslands. Frá ársbyrjun 2011 og til þessa mánaðar hefur hún hækkað um 4,7%.

Á árunum 2007 til 2010 var hækkunin mest á árinu 2008, þegar húsaleigan hækkaði um 23,6% frá janúar til ársloka það ár. Hækkunin var hóflegri á árunum 2009 og 2010 þegar leigan hækkaði um 2,7% og 3,2%.

Greidd húsaleiga er undirliður í útreikningum Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs, sem mælir verðlagsbreytingar. Að undanförnu hefur nokkuð verið fjallað um skort á leiguhúsnæði, sérstaklega í höfuðborginni. Leigusalar segja mikla eftirspurn eftir íbúðum og margir bítast um fáar íbúðir.

Vísitala Hagstofunnar um greidda húsaleigu, það er hvað leigjendur greiða fyrir leiguhúsnæði, nær bæði til íbúða á almennum markaði og félagsíbúða.