Reykjavíkurborg auglýsir nú til sölu þrjú hús, að Lækjargötu 2 og 2b og Austurstræti 22. En húsin eru öll tengd saman með sameiginlegum kjallara og eru seld sem ein heild. Húsin brunnu árið 2007, í kjölfarið keypti Reykjavíkurborg reitinn og endurbyggði húsin í sögulegri mynd. Húsin eru samtals tæpir 2400 fermetrar. Þessu greinir Morgunblaðið frá.

Í dag hýsa húsin veitingastaði, skrifstofur, listaháskóla og verslun. Brunabótamat eignarinnar er 1.627 milljónir króna, borgin auglýsir eftir tilboðum en ekki hefur verið gefið upp hvað verð borginni þætti ásættanlegt.