*

miðvikudagur, 27. janúar 2021
Innlent 27. september 2020 14:05

Hvernig munu farþegar taka 737 MAX?

Munu farþegar vilja fljúga með 737 MAX flugvélunum þegar Icelandair tekur þær í notkun á næsta ári?

Ingvar Haraldsson

Icelandair stefnir á að taka nýjar 737 MAX flugvélar inn í flugflota sinn á næsta ári. Vonir standa til að kyrrsettningu flugvélanna verði aflétt fyrir áramót en þær hafa verið kyrrsettar frá því í mars á síðasta ári. 

Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista. veltir upp hvernig farþegar muni taka vélunum. Þær eru heimsþekktar vegna flugslysanna sem varð til þess að þær voru kyrrsettar.

Í könnun sem Gallup vann fyrir Frjálsa verslun í mars kom fram að 30% aðspurða töldu ólíklegt að þau væru tilbúin að fljúga með 737 MAX sex mánuðum eftir að kyrrsetningu þeirra verði aflétt. Talsverður munur var á afstöðu kynjanna í könnuninni. 39% kvenna töldu ólíklegt að þær væru tilbúnar að fljúga með MAX vélunum en 21% karla.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér