Hópurinn, Conservative Way Forward, hyggst reisa safn og bókasafn til minningar um Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Hún lést úr heilablóðfalli 87 ára að aldri 8. apríl síðast liðinn. Þetta kemur fram hjá CNN .

Á safninu verða ýmsir munir til sýnis eins og bláar dragtir forsætisráðherrans fyrrverandi sem var eins konar vörumerki hennar. Einnig verða handtöskur til sýnis og alls kyns aðrir hlutir sem tengjast frúnni.

Donal Blaney sem er stjórnarformaður Conservative Way Forward segir á bloggi samtakanna að frá 2009 hafi hann talið nauðsynlegt að leggja drög að safni sem mundi heiðra minningu og lífsgildi Margaretar Thatcher. Fyrirmyndin að safninu er The Ronald Reagan Presidential Library and Museum í Simi Valley, Kaliforníu.

Útför Margaretar Thatcher fer fram á morgun í London.