Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,09% og er 8.188 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 6,4 milljörðum króna.

Alfesca hækkaði um 2,63% í 1,9 milljarða króna veltu, Century Aluminum hækkaði um 1,99%, Hampiðjan hækkaði um 1,45%, Marel hækkaði um 1,19% og Straumur-Burðarás hækkaði um 1,19%.

Flaga Group lækkaði um 4,04%, Eimskip lækkaði um 2,7% en það birti uppgjör í dag, Atlantic Petroleum lækkaði um 2,47%, Icelandic Group lækkaði um 1,53% og Atorka Group lækkaði um 0,86%.

Gengi krónu veiktist um 0,18% og er 113,4 stig.