Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,7% og er 4.099 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.  Veltan nemur 2,9 milljörðum króna.

Glitnir hækkaði um mest 1,5%,  í dag líkt og sjá má á töflunni til hliðar.

Teymi lækkaði mest eða um 7% í dag. Í gær féll félagið um 13%.

Sænska vísitalan OMXS hækkaði um 1,3%. Danska vísitalan OMXC lækkaði hins vegar um 0,3% og norska vísitalan OBX lækkaði um 2%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.