Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,63% og er 6.987 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nam um 17 milljörðum króna en í gær nam hún um fimm milljörðum króna.

Fyrir opnun markaða birti Landsbankinn uppgjör sem var yfir væntingum, sem hafði góð áhrif á markaðinn. Á þriðjudaginn mun Glitnir, Kaupþing og Straumur-Burðarás birta uppgjör sín.

Landsbankinn hækkaði um 3,09%, Mosaic Fashions hækkaði um 2,81%, Straumur-Burðarás hækkaði um 2,78%, Bakkavör Group hækkaði um 2,15% og Kaupþing hækkaði um 1,64%.

Nýherji lækkaði um 0,64% í 510 þúsund króna veltu.

Gengi krónu styrktist um 0,78% og er 123,3 stig við lok dags.