Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,11% og er 6.209 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 6.410milljónum króna.

Stærstu einstöku viðskiptin nema 1.320 milljónum króna með bréf Landsbankans á genginu 26,4 og þau næststærstu eru einnig með bréf bankans og nema 628 milljónum króna á genginu 26,3.

Icelandic Group hækkaði um 1,91%, Avion Group hækkaði um 1,64%, Dagsbrún hækkaði um 1,41%, Bakkavör Group hækkaði um 1,03% og Glitnir hækkaði um 0,49%.

FL Group lækkaði um 3,48%, Össur lækkaði um 1,21%, Straumur-Burðarás lækkaði um 1,16%, Landsbankinn lækkaði um 0,76% og Flaga Group lækkaði um 0,26%.

Gengi krónu styrktist um 0,94% og er 120 stig við lok markaðar.