*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 16. febrúar 2006 16:54

Í lok dags: FL Group lækkar um 4%

Ritstjórn

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,71% í dag og er 6.876,17 stig.

Tryggingamiðstöðin hækkaði mest félaga í Kauphöllinni í dag eða um 11,76%. Á bakvið hækkunina er ekki mikil velta.

Dagsbrún hækkaði næst mest, eða um 3,5%, HB-Grandi hækkaði þriðja mest, eða um 2,27%. Viðskiptin á bak við þá hækkun er heldur ekki mikil. Vinnslustöðin hækkaði um 2,56% og Actavis Group hækkaði um 1,76%.

FL Group lækkaði um 4% í dag en félagið lækkaði í fyrsta skipti í gær, þá um 0,72%, eftir miklar hækkanir að undanförnu vegna tilkynningar um að setja Icelandair Group á markað.

Íslandsbanki lækkaði næst mest, eða um 2,65% og Avion Group lækkaði um 2,12%.

Gengi krónunnar styrktist um 0,41% í dag. Dollarinn lækkaði um 0,19% gagnvart krónunni og evran lækkaði um 0,37% gagnvart krónunni.