Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,5% og er 4.818 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 5,7 milljörðum króna. Á skuldabréfamarkaði nam veltan 22,2 milljörðum króna.

Danska vísitalan OMXC lækkaði um 0,3%, norska vísitalan OBX lækkaði um 0,1% og sænska vísitalan OMXS lækkaði um 1,2%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Atlantic Airways sveif hæst í dag, hækkaði um 12,6%, Spron hækkaði um 2,9%, Atlantic Petroleum hækkaði um 2%, Atorka Group hækkaði um 1,3% og Alfesca hækkaði um 0,5%.

FL Group lækkaði um 4,5%, Exista lækkaði um 2,7%, Bakkavör Group lækkaði um 2,5%, Eimskip lækkaði um 2,3% en félagið birti uppgjör eftir lok markaðar í gær og Eik banki lækkaði um 1,3%.

Gengi krónu veiktist um 1,4% og er 143,4 stig.