Úrvalsvísitalan lækkaði um 4,43% í dag í kjölfar skuldabréfainnkallana íslensku viðskiptabankanna þriggja. Bandarískir fjárfestar ákváðu að framlengja ekki skuldabréf, sem gefin voru út af Kaupþingi banka, Glitni og Landsbanka Íslands, og mun endurfjármögnunarþörf bankan aukast á næstunni, segja sérfræðingar.

Kaupþing banki lækkaði um 7,5%, FL Group lækkaði um 6,7% og Landsbankinn lækkaði um 5%, og hefur gengi hlutabréfa Landsbankans því lækkað um 1,6% frá áramótum.

Gengi bréfa Glitnis lækkaði um 1,7% og hefur gengi hlutabréfa bankans lækkað um 1,7% frá áramótum, eftir miklar hækkanir í byrjun árs.
Þrátt fyrir að Kaupþing banki leiði lækkun á hlutabréfamarkaði í dag hefur gengi hlutabréfa bankans hækkað um 8,6% frá áramótum