Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 3,2% í dag og stóð við lok markaða í 563 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Vísitalan lækkaði um 0,5% í gær og hélt áfram að lækka í dag, þá sérstaklega seinni part dags.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 1,85% í dag og stendur nú í 219 stigum.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga í Kauphöllinni en Alfesca leiddi lækkanir þegar félagið lækkaði um 12,55% í dag. Þá lækkaði Bakkavör um 9,4%.

Century Aluminum hækkaði hins vegar um 3,2%, mest allra félaga nú þriðja daginn í röð.

Velta með hlutabréf var um 145 milljónir króna en þar af voru tæpar 102 milljónir með bréf í Marel.

Þá var velta fyrir tæpar 32 milljónir króna með bréf í Össur, rúmar 3 milljónir króna með bréf í Alfesca   en mun minni velta var með bréf í öðrum félögum.

Velta með skuldabréf nam í dag rúmum 8,4 milljörðum króna.