Úrvalsvísitalan hækkar um 0,37% og er 6.488,81 stig við lok dags.

Icelandic Group hækkar mest, eða um 3,38%, því næst hækkar Dagsbrún um 1,94%. Milestone bætti við sig 8,38% í félaginu í dag og á nú 16,77% af heildar hlutafé Dagsbrúnar.

Miðað við lokagengi föstudagsins má búast við því að verðmæti viðskipta Milestone nemi um 2,8 milljörðum.

Straumur-Burðarás hækkar þriðja mest. Magnús Kristinsson bætti 35.500.000 hlutum við eign sína í bankanum í dag. Andvirðið er um 682 milljónir króna.

Vinnslustöðin lækkar mest, eða um 4,76%. Velta með bréfin var þó einungis 600 þúsund. Avion Group lækkaði um 1,65% og Flaga Group lækkaði um 1,30%.

Gengi krónunnar lækkaði um 0,07% í dag. Dollar hækkaði um 0,26% gagnvart krónu og evra hækkaði um 0,03% gagnvart krónu.