Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,18% og er 6.274 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 8.462 milljónum króna.

Landsbankinn hækkaði um 3,65%, Flaga Group hækkaði um 1,46%, Marel hækkaði um 1,28%, FL Group hækkaði um 0,88% og Alfesca hækkaði um 0,61%.

Glitnir lækkaði um 0,89%, Actavis lækkaði um 0,76%, Tryggingamiðstöðin lækkaði um 0,5% og Exista lækkaði 0,46%.

Gengi krónu veikist um 1,19% og er 123,3 stig við lok markaðar, en í gær nam veikingin 1,8%.