Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,07% og er 5.413,01 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni en að deginum í dag undanskyldum hefur hún lækkað síðustu sjö viðskiptadaga.

Sérfræðingar sem Viðskiptablaðið ræddi við segja hækkunina vera vegna þess að erlendir markaðar hækkuðu í dag og hafi það haft jákvæð áhrif á markaðinn.

Dagsbrún hækkaði um 1,82%, Glitnir hækkaði um 1,76%, Kaupþing banki hækkaði um 1,64%, Bakkavör Group hækkaði um 1,37% og FL Group hækkaði um 1,15%.

Atlantic Petroleum lækkaði um 1,55%, Marel hækkaði um 1,46%, Flaga Group lækkaði um 0,77%, Avion Group lækkaði um 0,59% og Össur lækkaði um 0,48%.

Gengi krónu styrktist um 0,58% og er gengisvísitalan 131,40 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Bandaríkjadalur lækkaði um 0,52% og er skráður 75,23. Evra lækkaði um 0,60% og er skráð 94,91.