Hlutabréf halda áfram að sveiflast mikið í verði.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,3% í dag og er 664 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan á hlutabréfamarmarkaði nam 534 milljónum króna í 102 viðskiptum. Atorka Group hækkaði um 30% í tveimur viðskiptum sem námu 92 þúsund krónum. Century Aluminum hækkaði um 11,3% í tveimur viðskiptum  . Össur hækkaði um 8,4% í 34 viðskiptum sem samtals námu 176 milljónum króna. Marel hækkaði um 8% í 36 viðskiptum sem námu samtals 337 milljónum króna.

Lækkanir

Þá að lækkununum dagsins.

Alfesca lækkaði um  11% í fimm viðskiptum sem námu samtals 804 þúsund krónum. Bakkavör Group lækkaði um 9,6% í 15 viðskiptum sem námu samtals 7,4 milljónum króna. Icelandair lækkaði um 4,6% í sex viðskiptum sem námu samtals 8,2 milljónum króna. Eimskipafélagið lækkaði um 0,7% í tveimur viðskiptum sem námu 666 þúsund króna.