Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði í dag um 5,5% og stóð við lok markaða í 885 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Hin nýja Úrvalsvísitalan, sem sett var upp í 1000 stigum um fór í dag í fyrsta sinn náð niður fyrir 900 stig.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði hins vegar um 3,2% og stóð við lok markaða í 334 stigum.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga í Kauphöllinni en líkt og síðustu tvo daga leiddi Straumur lækkanir dagsins en félagið lækkaði í dag um 26,6% eftir að hafa þó um tíma lækkað um rúm 30%.

Straumur hefur nú lækkað um 43,9% í þessari viku.

Velta með hlutabréf var tæpar 260 milljónir króna en þar af eru rúmar 83 milljónir króna með bréf í Straum.

Þá er velta fyrir rúma 81 milljón krónur með bréf í Össur og rúmar 80 milljónir króna með bréf í Marel.