Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,13% og er 8.039 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Á föstudaginn hækkaði Úrvalsvísitalan um 2,94% eftir nokkrar lækkanir að undanförnu.

Exista hækkaði um 5,71%, Atlantic Petroleum hækkaði um 3,79%, Glitnir hækkaði um 3,55%, Kaupþing hækkaði um 3,4% og Eik banki hækkaði um 3,28%.

Flaga Group lækkaði um 4,68%.

Gengi krónu styrktist um 0,88% og er 124 stig.