Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,32% og er 8.548 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 3,4 milljöðrum króna. Nýherji hækkaði um 4,09% í veltu sem nemur um 700 þúsund, Eimskip hækkaði um 2,05%, Alfesca hækkaði um 0,8%, Kaupþing hækkaði um 0,77% og Eik banki hækkaði um 0,61%. Teymi lækkaði um 2,18%, Atlantic Petroleum lækkaði um 1,86%, Föroya banki lækkaði um 1,79%, Atorka Group lækkaði um 0,7% og Icelandair Group lækkaði um 0,56%. Gengi krónu styrktist um 0,55% og er 113,8 stig.