Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,72% í dag og er 5.464,56 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Flaga Group hækkaði um 3,02%, Actavis Group hækkaði um 0,81%, Marel hækkaði um 0,57% og Bakkavör Group hækkaði um 0,41%.

FL Group lækkaði um 2,16%, Landsbankinn lækkaði um 1,89%, Glitnir lækkaði um 1,18%, Kaupþing banki lækkaði um 0,94% og Straumur-Burðarás lækkaði um 0,59%.

Gengi krónunnar styrktist um 0,79% og er gengisvísitala hennar 125,22 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Bandaríkjadalur lækkaði um 0,89% gagnvart krónu og er skráður 71,05 við lok dags og evra lækkaði um 1,02% og er skráð 90,37.