Úrvalsvísitalan lækkaði um 2,53% og er 7.413 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 14.363 milljónum króna.

?Hlutabréf í Evrópu lækkuðu talsvert í dag í kjölfar stórfelldra lækkana í Kína. Sjanghæ hlutabréfavísistalan lækkaði um 9,2% og er það mesta dagslækkun í áratug,? segir greiningardeild Landsbankans.

Atorka Group hækkaði um 2,67%, Flaga Group hækkaði um 2,13%, Tryggingamiðstöðin hækkaði um 2,12% og Eimskip hækkaði um 1,83%.

FL Group lækkaði um 4,69%, Atlantic Petroleum lækkaði um 4,57%, Straumur-Burðarás lækkaði um 3,74%, Bakkavör Group lækkaði um 3,37% og Mosaic Fashions lækkaði um 3,27%.

Gengi krónu veiktist um 1,37% og er 120 stig.