Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,6% og er 5.288  stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 9,4 milljörðum króna.

Flestar helstu evrópsku vísitölurnar sem Viðskiptablaðið voru grænar við lok dags.

"Íslenskur markaður tók greinilega við sér um leið og fréttir bárust af 75 punkta stýrivaxtalækkun seðlabanka Bandaríkjanna rétt fyrir opnun markaða vestanhafs klukkan hálf tvö í dag," segir greiningardeild Landsbankans.

„Skömmu áður hafði dagslækkun íslensku Úrvalsvísitölunnar numið um þremur prósentum og gengi Kaupþings verið um 690 kr. Um leið og fréttir bárust frá Bandaríkjunum stökk Úrvalsvísitalan upp um þrjú prósent og gengi Kaupþings upp í 725 kr. Breytingin var skammvinn þar sem um hálftíma tók fyrir íslenska markaðinn að detta niður á ný og ná fyrri takti," segir í Vegvísi.

Century Aluminum [ CENX ] hækkaði um 4,9%, Föroya banki [ FO-BANK ] hækkaði um 1,8%, FL Group [ FL ] hækkaði um 0,8% og Bakkavör Group [ BAKK ] sömuleiðis, Marel [ MARL ] lækkaði um 0,5%.

Spron [ SPRON ] lækkaði um 7,8%, Exista [ EXISTA ] lækkaði um 6,3%, Eik banki [ FO-EIK ] lækkaði um 5,8%, Eimskip [ HFEIM ]lækkaði um 2,5% og Atorka Group [ ATOR ] lækkaði um 1,6%.

Gengi krónu styrktist um 0,82% og er 126,5 stig við lok markaðar.