Krónan veiktist um 3% í vikunni, þar af um 0,9% í dag, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.  Gengisvísitalan er 164,3 stig.  Litið mánuð um öxl hefur krónan veikst um 2%.

Bandaríkjadalur kostar 81,9 krónur, evran kostar 128,4 krónur, sterlingspundið kostar 162,9 krónur, danska krónan kostar 17,2 krónur, svissneskur franki kostar 78,9 krónur og japanskt jen kostar 0,76 krónur.