*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 8. desember 2007 08:00

IBT þjálfar starfsmenn Ericsson í Egyptalandi

Ritstjórn

IBT á Íslandi, ásamt IBT í Svíþjóð, vinnur nú að stóru verkefni fyrir sænska farsímafyrirtækið Ericsson í Kaíró, en ef vel tekst til mun Ericsson innleiða lausnir frá IBT inn í allt fyrirtækið, sem telur yfir 60 þúsund starfsmenn.

Gunnar Jónatansson, framkvæmdastjóri IBT á Íslandi, segir þetta gríðarlega stórt og spennandi verkefni. "Það sem við erum að gera er að þjálfa lykilstarfsmenn hjá Ericsson fyrir annars vegar fundi og fundatækni og hins vegar tölvupóstnotkun. Þetta eru viðfangsefni sem flestir eru að kljást við, bæði hér á landi og erlendis, og er þar miklum tíma sóað. Okkar markmið er að draga úr fundartíma og skerpa á fundaniðurstöðum og svo að draga úr tölvupóstflæði," segir Gunnar.

Nánar er fjallað um IBT í Viðskiptablaðinu.