Í gær var fyrsti viðskiptadagur íbúðabréfa og fóru viðskipti rólega af stað. Aðeins voru viðskipti fyrir um 400 milljónir króna og lá ávöxtunarkrafan á bilinu 3,9-4,0% sem er ívið lægra en var á húsbréfum síðasta viðskiptadag þeirra.

Í Hálf fimm fréttum KB banka segir að ástæða þess að viðskipti fóru svo rólega af stað í gær liggi annars vegar í óvissu varðandi útreikninga á gengi nýju íbúðabréfanna og hins vegar að viðskiptavakt er ekki enn hafin með bréfin. Úr því verður bætt í dag.

Greiningardeild KB banka telur líklegt að nokkur eftirspurn verði eftir nýju íbúðabréfaflokkunum en aukin seljanleiki umfram gömlu flokkanna og útgáfa bréfanna í kerfum Euroclear og uppgjörshæfi í kerfum Euroclear og Clearstream Luxembourg ættu að gera bréfin mun eftirsóknarverðari.