Íslendingum gefst nú kostur á að fjárfesta í íbúðum í einni stærstu íbúðabyggingu í heimi sem verið er að byggja í Panama City, höfuðborg Panama. Um er að ræða íbúða- og byggingasamsteypu sem ber heitið Los Faros de Panamá, eða vitarnir í Panama. Nafnið vísar til þriggja risastórra íbúðaturna sem verða einkennandi fyrir bygginguna. Fram kemur í fréttatilkynningu að í byggingunni verða um 1.750 glæsilegar íbúðir, fimm stjörnu hótel, spilavíti, 30.000 fermetra verslunarmiðstöð, sundlaugar, líkamsræktar- og baðaðstaða. Byggingin er staðsett á góðum stað í borginni, við Panamaflóa og rétt hjá fjármálahverfinu. Spænska byggingafyrirtækið Grupo Mall stendur fyrir byggingunni en einkaumboðsaðilar á Íslandi eru Guðrún Hulda Ólafsdóttir lögfræðingur og Ásdís Ósk Valsdóttir löggiltur fasteignasali.

Nánari umfjöllun í Viðskiptablaðinu í dag.